Ekadashi – JógaFöstur

Fengið í láni frá Dagdreymir

Þeir sem stunda jóga í einhvern tíma komast fljótt að því hve mikilvægt það er að huga að mataræðinu. Almenn þumalputtaregla er sú að borða ekki tveimur tímum fyrir iðkun og bíða í klukkustund með að borða eftir iðkun. Það er einfaldlega vegna þess að í jóga er líkaminn teygður og lagður saman þannig að óþægilegt getur verið að hafa fullan maga. Eftir jóga er svo mælt með að leyfa áhrifum jóga að flæða um líkamann áður en hann þarf að snúa sér að meltingarstarfi.

Í yogafræðum er talið gott að fasta á 11. degi eftir fullt tungl og 11.degi eftir nýtt tungl.  Ég las einhvern tíma um þetta og pældi ekkert meira í því en þetta var rifjað upp fyrir mér á kundalini jóganámskeiði í byrjun ársins. Föstur eru kannski ekki allra en fyrir mig er þetta frábært.

Grænmeti og ávextir eru leyfðir ef hungur og orkuleysi verður yfirþyrmandi, bæði í safa formi og hráu. Fasta í einn dag með reglulegu millibili hægir á lífstaktinum og gefur manni færi á að líta inn á við og jarðtengja sig.

Það er líka gagnlegt að fasta í stuttan tíma í einu fyrir efnaskiptin og nota þetta sem tæki til að viðhalda eðlilegri líkamsþyngd eða lið í heilbrigðu þyngdartapi skv. t.d. Brad Pilon sem skrifaði Eat stop eat.

Hægt er að lesa sér til um þetta, bæði hugmyndafræðilega út frá tilvistarspeki og líkamlegri gagnsemi út um allt net með því að leita eftir Ekadashi eða Ekadashi vrata. Bæði er það áhugaverð og upplýsandi umfjöllun.

Hér er dagatal fyrir þessa daga 2013.  Á þessu ári er það dagurinn í dag, 9. des og 23. des sem eru Ekadashi dagar.

Hér fylgir uppskrift af vínberjasafa;  gotterí á ‘föstu’- dögunum. Ef það er kalt úti set ég engifer í safann því það hitar mann að innan, það er val.

Ef ég á ekki lime afþýði ég bláber (hella einni hraðsuðukönnu yfir þau í sigti og voilá! tilbúin) og set þau í staðinn. Vínber eru ein og sér með skrýtið bragð sem er ‘geymslulegt’ en samt gott þess vegna nota ég eplin líka. Allt sett í safapressuna og drukkið eftir þörfum gegnum ‘föstu’daginn.

  • 1/2 kg vínber (steinalaus)
  • 2 epli
  • 1 lime
  • 1 cm engiferbútur ef vill
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s