Surya Namaskar – Sólarhyllingin

Í flestum tegundum jóga er einhver útfærsla Surya Namaskar eða sólarhyllingarinnar framkvæmd í upphafi tíma til að koma hita í líkamann og undirbúa vöðva, líffæri og huga undir stöðurnar sem á eftir koma.

Það er kjörið að æfa þessa stöðu milli jógatíma til að ná góðum tökum á henni og eins til að stunda jóga daglega.

Í ashtanga jóga er Surya Namaskar A gerð í þeirri útfærslu sem sýnd er hér að ofan. Hver staða er tengd andardrættinum og byrjar á

 • innöndun í Urdhva Vrikshasana eða Upp-tré (urdhva=upp, vriksha=tré, asana=staða)
 • útöndun í Uttanasana A eða felliloku (uttana=mikil teygja, asana=staða)
 • innöndun í Uttanasana B eða hálfri felliloku
 • útöndun í Chaturanga Dandasana eða planka (fjögra lima stafstöðu; chatur=fjórir, anga líkamshlutar, danda=stafur/prik, asana=staða)
 • innöndun í Urdhva Mukha Shvanasana eða upp hundi (Urdhva=upp, mukha=andlit, shvana=hundur, asana=staða)
 • útöndun í Adho Mukha Shvanasana eða hundi (Adhas=niður, Mukha=andlit, Shvana=hundur, Asana=staða)
 • 5 ANDARDRÆTTIR Í HUNDINUM
 • innöndun í Uttanasana B
 • útöndun í Uttanasana A
 • innöndun í Urdhva Vrikshasana
 • útöndun í Samasthitih eða uppréttri stöðu (Sama=uppréttur, Sthitih=standa)

Hér er myndband sem sýnir hvernig Surya Namaskar A er framkvæmd með góðum leiðbeiningum, bæði ‘venjuleg’ útgáfa og auðveldari útfærsla (á ensku):